Go to Top

Myndvinnsla

Glöggmynd gerir hágæða ljósmyndastækkanir eftir þörfum og óskum viðskiptavina.  Áður en glögg er borin a myndina er hún prentuð með Fine Art Giclee bleksprautuprentun. Fine Art Giclee er þekkt hugtak í listaheiminum og talið það besta sem völ er á.

Prentunin er sú nákvæmasta sem völ er á og þróuð úr hefðbundnum silfurhalíð myndum. Upplausnin er allt að 2400 dpi.

Einungis er notað pigment blek og archival grade pappír í hæsta gæðaflokki. Unnið er með 12 lita Canon Lucia II pigment bleki sem gefur mun meiri litmettun heldur en hefðbundinn ljósmyndapappír sem þýðir dýpri og sterkari litir, meiri kontrast og skerpa.

Ef prentað án glögg er endingin almennt um 100 ár miðað við 120 lux í 12 tíma á dag, en með glögg endist myndin mörg hundruð ár án nokkurra litabreytinga í hvaða ljósi sem er.

Glöggmyndir

Bestu gæði sem völ er og sérlega hentugt fyrir fyrir Fine-Art ljósmyndasýningar. Tæknin er nýkomin fram á sjónarsviðið fyrir ljósmyndir og slær öllu við sem áður hefur sést.

Myndin er prentuð á 300g ljósmyndapappír af bestu gerð og húðuð til að festa litina áður en glöggin er borin á.  Límd í laminator á Alubond plötu með PVC kjarna og álþynnum beggja megin.  Síðan er borin glögg á myndina sem eykur dýpt, gefur henni næstum þrívídd, skerpir liti og innsiglar myndina þannig að litir breytast ekkert í mörg hundruð ár.   Nánar hér

Glacier Alubond

Myndin er prentuð á 300g ljósmyndapappír af bestu gerð. Límd í laminator á Alubond plötu með PVC kjarna og álþynnum beggja megin.

Myndir unnar með þessari tækni hafa verið notað í sýningar t.d. á Olympíu leikunum í London og henta einnig við margvísleg önnur tækifæri í heimahúsum eða fyrirtækjum.

Myndirnar koma með upphengjum úr álistum sem færir myndina um 2cm frá vegg og gefur skemmtilega áferð og dýpt.

Glacier stækkanir

Prentun á 300g Glacier ljósmyndapappír af bestu gerð.  Archival grade fyrir Fine Art prentun.  Þessi pappír var notaður fyrir ljósmyndasýningu á Olympíu leikunum og fyrir ljósmyndasýningu Ástþórs Magnússonar í Gallerí Fold.

 

Ljósmyndir á striga

Myndin er prentuð á ljósmyndastriga og strekkt á blindramma.  Ódýr lausn en býður ekki uppá sömu myndgæði og Glacier stækkanir fyrir ljósmyndir.

Strigaprent hentar helst fyrir portraitljósmyndir og einnig vel til fyrir eftirprentanir af málverkum.