Go to Top

Glöggmyndir

Bestu gæði sem völ er og sérlega hentugt fyrir fyrir Fine-Art ljósmyndasýningar. Tæknin er nýkomin fram á sjónarsviðið fyrir ljósmyndir og slær öllu við sem áður hefur sést.

Myndin er prentuð á 300g ljósmyndapappír af bestu gerð og húðuð til að festa litina áður en glöggin er borin á.  Límd í laminator á Alubond plötu með PVC kjarna og álþynnum beggja megin.  Síðan er borin glögg á myndina sem eykur dýpt, gefur henni næstum þrívídd, skerpir liti og innsiglar myndina þannig að litir breytast ekkert í mörg hundruð ár.

Enska nafnið á Glöggmynd er GlossPix, stundum einnig nefnt Liquid Gloss. Helstu kostir þess að bera glögg á myndina eru:

  • Gefur myndinni aukna dýpt og skerpu
  • Litir lyftast upp og verða raunverulegri
  • Myndin verður meira lifandi en Diasec eða strigaprentun
  • Fær aukna dýpt nánast þrívídd
  • Hart efni sem varnar gegn rispum og skemmdum
  • Ef skemmdir verða má slípa myndina, setja nýja glögg og hún verður eins og ný
  • Ultra fjólublár filter sem eykur endingu myndarinnar í mörg hundruð ár
  • Mjög hentugt fyrir sýningar. Gæða framsetning sem eykur verðmæti myndarinnar

Nokkrir þekktir ljósmyndarar hafa byrjað að nota þessa aðferð. Photokina sýning Stephen Zirwes sem vann “Hasselblad Master 2010″ var gerð með glöggmyndum.  Hér til hliðar má sjá mynd í glöggvinnslu fyrir Andreas Gursky þýska ljósmyndarans sem tók dýrustu mynd sem seld hefur verið, árið 2010 á Christies uppboði á 4,3 milljónir Bandaríkjadala.

Ástþór Magnússon var fyrsti Íslenski ljósmyndarinn til að nota glöggmyndir, á sýningu í Gallerí Fold í ágúst 2012.  Sjá nánar í myndbandi hér að neðan.

 

Ljósmyndarar, listamenn og prentstofur:

Glöggmynd getur borið glögg á ljósmyndir, teikningar og málverk fyrir ljósmyndara, listamenn og prentstofur sem vinna eigin myndir.  Hafið samband í síma 4500500 til að fá nánari upplýsingar.